MeginStoð 1. tbl. 2003

MS-félag Íslands

MS félag Íslands verður 35 ára á þessu ári. Það er tilhlökkunarefni fyrir okkur öll að fagna þessum áfanga í sögu félagsins. Ýmislegt verður gert af þessu tilefni. Fyrst ber að nefna að þetta blað sem þú hefur nú í höndum er veglegra en gengur og gerist með Megin Stoð. Í öðru lagi er unnið að gerð sjónvarpsmyndar um MS sjúkdóminn og það sem honum tengist.