MeginStoð 1. tbl. 2005

MS-félag Íslands

Ég óska ykkur öllum gleðilegs sumars og þakka fyrir veturinn. Sumarið er framundan með birtu og blómangan, en duttlungafullur veturinn kveður að sinni. Starfsemi félagsins hefur verið lífleg í vetur eins og greinar og myndir í blaðinu bera með sér. Þessu hafa lesendur heimasíðunnar einnig orðið vitni að. Það er mjög ánægjulegt að sjá hvað heimasíðan hefur að undanförnu þróast í jákvæða átt með málefnalegu og uppörvandi spjalli.