MeginStoð 2. tbl. 2002

MS-félag Íslands

Við höfum að undanförnu haft í mörg horn að líta vegna málefna félagsins og göngudeildarinnar. Það er gífurleg viðbót við félagsstarfið að hafa opnað göngudeild fyrir MS einstaklinga hjá okkur á MS heimilinu. Og frábært fyrir okkur sem á annað borð þurfum að ganga í gegnum þessa lífsreynslu að hafa frá upphafi möguleika á því að komast í beint samband við hvert annað, lækna og fagfólk sem er sérhæft í MS sjúkdóminum á hinum ýmsu stigum hans.