Nú að loknum aðalfundi vil ég byrja á því að þakka það traust sem mér var sýnt, er ég var kosin formaður öðru sinni. Aðalfundurinn var mjög fjölsóttur, allt að 200 manns mættu. Umræður voru líflegar og málefnalegar og greinilega mikill samhugur í félögunum. Fundinum stjórnuðu af mikilli röggsemi þau Margrét Pála Ólafsdóttir og Helgi Seljan, sem þar að auki auðguðu fundinn með kímni og frábærum vísum.
