Pistil þennan vil ég byrja með því að þakka meðlimum MS félagsins fyrir það traust að kjósa mig á formann þess á ný. Aðalfundurinn var að þessu sinni með rólegu yfirbragði en verið hefur um hríð og er það vel. MS félagið þarf einsog önnur samtök að búa við frið og samheldni til þess að geta náð sem bestum árangri í mikilvægu starfi fyrir alla félagsmenn sína.
