Stuðningsnet sjúklingafélaganna:
Stuðningsnet sjúklingafélaganna býður upp á jafningjastuðning fyrir fólk sem glímir við erfiða sjúkdóma og aðstandendur þeirra. Þeir sem veita stuðninginn eru einstaklingar sem greinst hafa með svipaða sjúkdóma eða eru aðstandendur. Allir stuðningsfulltrúar hafa lokið stuðningsfulltrúanámskeiði hjá umsjónaraðila og/eða fagaðilum Stuðningsnetsins.
Námskeið fyrir jafningja:
MS-félagið mun í ár bjóða uppá námskeið fyrir þá sem óska eftir að gerast jafningar.
Jafningi er sá sem ljáir eyra og veitir stuðning og ráð þeim sem eru í sömu eða svipaðri stöðu og jafningi hefur sjálfur verið í.
Jafningjar geta ýmist verið MS greindir eða aðstandendur.
Þinn jafningi er einhver sem er á svipuðum aldri/og eða með svipaða sjúkdómsgerð og hefur sjálf(ur) eða á ástvin með MS og hefur unnið vel úr þeim erfiðu tilfinningum sem tengst geta sjúkdómnum og er sökum reynslu sinnar og góðrar úrvinnslu í stakk búin(n) að vera öðrum stuðningur og hughreystir.
Þeir sem hafa áhuga á að gerast jafningjar er bent á að hafa samband hér á síðunni, á netfangið msfelag@msfelag.is eða í síma 568 89620 og verður þá bent á að tala við umsjónarmann starfsins, Helgu Kolbeinsdóttur.
Að vera jafningi er dýrmætt bæði fyrir þig og þá sem að fá að leita til þín. Margir upplifa sig eina andspænis þessu viðamikla verkefni sem MS-greining hefur í för með sér fyrir bæði þann greinda og ástvini hans/hennar. Staðreyndin er sú að margir búa yfir dýramætri reynslu sem þeir vilja glaðir leyfa þér að njóta góðs af.