Nýgreindir

Hæ! Varstu að fá greiningu um að þú værir með MS?

Hér til hliðar getur þú nálgast upplýsingar um allt það helsta sem gott er að vita fyrst eftir greiningu.

Hafðu í huga að MS er mjög einstaklingsbundinn sjúkdómur og því geta upplýsingar sem hér koma fram átt misvel við fólk.

MS-félagið gefur út fræðslubækling fyrir nýgreinda en fyrir þá sem vilja ítarlegri upplýsingar má benda á aðra bæklinga félagsins.

Ef þú vilt frekar hitta einhvern og spjalla um það sem þér liggur á hjarta, smelltu þá á hlekkina Fræðsla og stuðningur eða Það eru fleiri en þú með MS!.