Fræðsla og stuðningur

Þegar einstaklingur er greindur með MS vakna eðlilega margar spurningar. Eins þykir mörgum gott að fá stuðning og góð ráð um hvernig sé best að takast á við greininguna.

Sjálfsagt er að spyrja lækni sinn og/eða hjúkrunarfræðing en MS-félagið býður nýgreindum einstaklingum og aðstandendum þeirra upp á viðtöl, ráðgjöf, námskeið og stuðning.

Viðtalshópur:

Boðið er upp á viðtöl við einstaklinga úr viðtalshópi fræðslunefndar félagsins sem hafa áralanga reynslu og víðtæka þekkingu á MS-sjúkdómnum. Sjá hér.

Félagsráðgjafi:

MS-félagið býður upp á ókeypis ráðgjöf félagsráðgjafa. Félagsráðgjafinn býður upp einstaklings-, hjóna/para- og fjölskylduviðtöl, og veitir m.a. upplýsingar um réttindamál og félagsleg úrræði. Sjá nánar hér.

Sálfræðingur:

Frá 1. mars 2019 mun MS-félagið bjóða einstaklingum með MS og aðstandendum þeirra upp á sálfræðiþjónustu. Boðið verður upp á þjónustuna til reynslu til 30. júní 2019. MS-félagið hefur gert samning við Berglindi Jónu Jensdóttur, sálfræðing, um að sinna sálfræðiþjónustunni. Sjá nánar hér.

Námskeið:

Í boði eru námskeið sérstaklega ætluð nýgreindum en einnig eru sett upp námskeið fyrir aðstandendur. Sjá nánar hér.

Jafningjastuðningur:

Jafningi er sá sem ljáir eyra og veitir stuðning og ráð þeim sem eru í sömu eða svipaðri stöðu og jafningi hefur sjálfur verið í. Jafningjar geta ýmist verið MS greindir eða aðstandendur. Sjá nánar hér.

Fræðslubæklingar:

MS-félagið sér um útgáfu fræðslubæklings fyrir nýgreinda sem hægt er að nálgast á rafrænu formi hér. Fyrir þá sem vilja ítarlegri upplýsingar má benda á aðra bæklinga félagsins hér.

Frekari upplýsingar:

Miklar og misgóðar upplýsingar er að finna á veraldarvefnum og er nauðsynlegt að kunna að skilja á milli þess hvað er nýtt eða gamalt og jafnvel úrelt, og hvað er áreiðanlegt og gagnlegt og hvað ekki. Vefsíða MS-félagsins inniheldur aðeins upplýsingar og efni frá traustum aðilum og tenglasafn, sem finna má á vefsíðunni, vísar á vefsíður sem birta aðeins traustar upplýsingar um sjúkdóminn og annað sem tengist honum. Sjá tenglasafn hér.