Fræðsla og stuðningur við ungt fólk

Þegar einstaklingur er greindur með MS vakna eðlilega margar spurningar. Mörgum þykir gott að fá stuðning og góð ráð um hvernig best sé að takast á við greininguna og daglegt líf með MS. 

jafningjar

Sjálfsagt er að spyrja lækni sinn og/eða hjúkrunarfræðing en MS-félagið býður ungu fólki og aðstandendum þeirra upp á viðtöl, ráðgjöf, námskeið og stuðning.

Viðtalshópur

Boðið er upp á viðtöl við fulltrúa úr viðtalshópi fræðslunefndar félagsins sem hafa áralanga reynslu og víðtæka þekkingu á MS-sjúkdómnum. Sjá hér.

Félagsráðgjafi

MS-félagið býður upp á ókeypis ráðgjöf félagsráðgjafa. Félagsráðgjafinn býður upp einstaklings-, hjóna/para- og fjölskylduviðtöl, og veitir m.a. upplýsingar um réttindamál og félagsleg úrræði. Sjá nánar hér.

Sálfræðingur:

Frá 1. mars 2019 mun MS-félagið bjóða einstaklingum með MS og aðstandendum þeirra upp á sálfræðiþjónustu. Boðið verður upp á þjónustuna til reynslu til 30. júní 2019. MS-félagið hefur gert samning við Berglindi Jónu Jensdóttur, sálfræðing, um að sinna sálfræðiþjónustunni. Sjá nánar hér.

Námskeið:

Í boði eru námskeið sérstaklega ætluð ungum nýgreindum en einnig eru sett upp námskeið fyrir aðstandendur. Sjá nánar hér.

Fræðslubæklingar

MS-félagið hefur gefið út 6 fræðslubæklinga um MS-sjúkdóminn:

Bæklinga félagsins má fá á rafrænu formi eða á pappír.
Slóð á bæklingana á rafrænu formi með nánari upplýsingum um innihald þeirra má finna hér.
Hægt er að nálgast bæklingana á skrifstofu félagsins að Sléttuvegi 5 eða fá þá senda með pósti með því að panta hér eða hringja í síma 568 8620 á milli kl. 10 og 15 alla virka daga.

Frekari upplýsingar

Miklar og misgóðar upplýsingar er að finna á veraldarvefnum og nauðsynlegt að skilja á milli þess sem er áreiðanlegt og þess sem er það ekki. Vefsíða MS-félagsins inniheldur aðeins upplýsingar og efni frá traustum aðilum, og tenglasafn sem finna má á vefsíðunni vísar á vefsíður sem birta aðeins traustar upplýsingar um sjúkdóminn og annað sem tengist honum. Sjá hér.