Hvað er í boði?
Einstaklingum með MS bjóðast námskeið sem miða að því að efla styrk og færni, og auka andlega vellíðan.
Styrktarþjálfun á höfuðborgarsvæðinu
Hjá Styrk, sjúkraþjálfun, Höfðabakka 9, miða æfingar að því að efla styrk, færni, jafnvægi og úthald. Þjálfunin fer fram í tveimur hópum sem miða við getu og færni einstaklinganna. Þjálfunin er þó einstaklingsmiðuð.
Mjög góð aðstaða er hjá Styrk, bæði til hópþjálfunar og æfinga í tækjasal. Öllum er frjálst að koma og taka prufutíma eða fylgjast með. Æfingarnar þykja mikil áskorun, einstaklega fjölbreyttar og skemmtilegar. Enginn tími er eins. Sjá nánar hér og myndir hér og hér.
Yoga-námskeið fyrir byrjendur
Í jóga eru gerðar teygjur, styrktaræfingar, öndun, dans og hugleiðsla til að komast nær kjarnanum og fá meiri orku og þrótt. Einnig er fræðsla um yoga, heimspeki, mataræði I og II, siðfræði, trú, meðvirkni (að sleppa tökunum), orkustöðvar ofl.
Nánar auglýst síðar.