Sérhæfðum dagdvalarrýmum í MS-Setrinu fjölgað

Heilbrigðisráðherra hefur falið Sjúkratryggingum Íslands að semja við MS-Setrið um aukna þjónustu við fólk með Parkinsonsjúkdóm. Miðað er við að dagdvalarrýmum með endurhæfingu fyrir þessa sjúklinga verði fjölgað um fimm til sex hjá Setrinu en þar er fyrir hendi mikil sérþekking í meðferð fólks með ýmsa taugasjúkdóma. „Þetta er þjónusta sem getur skipt sköpum fyrir þá sem hana fá, bætt …

Myndband um hin ósýnilegu einkenni MS

05.07.2019 MS-félagið í Ástralíu, MS Australia, gaf út myndband um hin ósýnilegu einkenni MS í tilefni af alþjóðadegi MS, 30. maí. Myndbandið er með íslenskum undirtexta. Í myndbandinu, sem er um 2 mínútur að lengd, talar Sonia, kona með MS, við okkur um hin margvíslegu ósýnilegu MS-einkenni. Mörg einkenni MS-sjúkdómsins eru ósýnileg eða vekja ekki athygli, og mætir hinn MS-greindi …

Sumarlokun MS-félagsins

03.07.2019 Skrifstofa MS-félagsins verður lokuð vegna sumarleyfa frá og með föstudeginum 12. júlí til og með þriðjudagsins 6. ágúst. MS-Setrið verður lokað í tvær vikur, frá og með mánudeginum 22. júlí  til og með þriðjudagsins 6. ágúst. GLEÐILEGT SUMAR !

Ein æfing á dag kemur skapinu í lag – Júlí :-)

02.07.2019 Sigurður Sölvi Svavarsson, sjúkraþjálfari hjá Styrk, hefur sett upp dagatal með fjölbreyttum æfingum fyrir hvern dag mánaðarins. „Júlí er mættur og þar með nýtt dagatal. Við höldum áfram að nýta góða veðrið eins og hægt er en leggjum áherslu á okkar markmið í Júlí, hver eru þau stór sem smá…  Ég hef fengið nokkrar fyrirspurnir um hvað eigi að …

Létt og handhæg rafskutla eða rafmagnshjólastóll með í ferðalagið

29.06.2019 Verður þú stundum þreytt/ur í fótum, jafnvel alveg við það að gefast upp, en langar til að sjá og gera svo miklu meira? Lestu þá um þessa léttu og handhægu rafskutlu og um tilboð á rafskutlu og rafmagnshjólastól sem eru í gangi núna. MS-félaginu barst ábending frá Brynju Margréti Kjærnested. Gefum henni orðið: „Ég varð að setja hér slóð …

MS-einkenni: Jafnvægisleysi

20.06.2019 Jafnvægistruflanir hjá MS-greindum geta stafað af MS-sárum í litla heila, þ.e. valdið truflunum á samskiptum á milli litla heila og líkamans, og vegna óbeinna áhrifa annarra MS-einkenna, eins og dofa, máttminnkunar, sjóntruflana, svima, vöðvaspennu og spasma, skjálfta, þreytu, verkja og ofurnæmni í fótum. Þessi einkenni aukast auðveldlega við þreytu og álag og í aðstæðum þar sem áreiti eru mörg, …

Það styttist í Reykjavíkurmaraþonið – vilt þú styrkja MS-félagið?

12.06.2019 Skráning í Reykjavíkurmaraþon Íslandsbanka, sem fram fer laugardaginn 24. ágúst n.k., er í fullum gangi.  Stuðningur hlaupara og stuðningsmanna þeirra er MS-félaginu ómetanlegur og kemur að góðum notum við að efla fræðslu, félagsstarfið og þjónustu við félagsmenn. Hluti styrkja sem söfnuðust í Reykjavíkurmaraþoninu 2014 og 2015 runnu sérstaklega til gerð fræðslubæklinga sem hlutu Hvatningarverðlaun ÖBÍ 2018.   Í dag hafa …

Góð aðstaða fyrir hreyfihamlaða í Básum (Þórsmörk)

06.06.2019 Ferðafélagið Útivist hefur unnið að því að koma upp aðstöðu fyrir hreyfihamlaða í útivistarparadísinni, Básum á Goðalandi. Stórir og miklir pallar eru á milli skála, fláar víða, salerni með stoð og handföngum og rúmstæði á neðri hæð. Á Útivist þakkir skildar fyrir að huga að aðgengismálum í Básum og gefa þar með hreyfihömluðu fólki tækifæri til að upplifa með …

Notar þú rafknúinn hjólastól? Viltu taka þátt í rannsókn?

02.06.2019 Ef þú ert með MS-greiningu og hafir þú skipt frá handknúnum hjólastól yfir í rafknúinn hjólastól (rafknúinn að öllu leyti) á síðustu 3 árum, viljum við gjarnan heyra frá þér.   Maya Lekka, iðjuþjálfi á Grensás og meistaranemi við háskóla í Svíþjóð, óskar eftir að taka viðtöl við fólk með MS sem hefur fengið rafknúinn hjólastól á sl. 3 …

Ein æfing á dag kemur skapinu í lag – Júní :-)

02.06.2019 Sigurður Sölvi Svavarsson, sjúkraþjálfari hjá Styrk, hefur sett upp dagatal með fjölbreyttum æfingum fyrir hvern dag mánaðarins.   „Veðrið er búið að vera æðislegt og við skulum nýta það sem best og bæta sérstaklega við göngu úti. Aðal áherslan í júní er á göngu frá 30mín eða 3km upp í 60mín eða 6km.  Endilega haldið áfram að prenta dagatalið …