Starfsemi MS Setursins:

Ms Setrið er sjálfseignarstofnun sem rekin er á daggjöldum frá Sjúkratryggingum Íslands og greiðsluþátttöku skjólstæðinga. Dagdvölin er stuðningsúrræði fyrir einstaklinga með langvinna taugasjúkdóma svo sem MS-sjúkdóm og Parkinson’s sjúkdóm óháð aldri.

Með vísan í skipulagsskrá MS Setursins skulu þeir sem greindir hafa verið með MS-sjúkdóminn njóta forgangs að MS Setrinu. Alls eru leyfi fyrir 46 einstaklinga á dag. Þá hafa einstaklingar með Parkinson’s sjúkdóm forgang í 13% rýmanna. Skjólstæðingar MS Setursins koma einn til fimm daga vikunnar.

    Markmið MS Setursins er að styrkja og styðja skjólstæðinga til þess að viðhalda virkni í daglegu lífi og gera skjólstæðingum kleift að búa lengur heima.