Afgreiðsla MS-félagsins verður lokuð á meðan neyðarstig varir vegna útbreiðslu COVID-19 og munum við eingöngu veita félagsmönnum fjarþjónustu.
Styrkur frá Velferðarráði Reykjavíkurborgar
Styrkir Velferðarráðs Reykjavíkurborgar til hagsmuna- og félagasamtaka til verkefna á sviði velferðarmála voru afhentir við hátíðlega athöfn á Kjarvalsstöðum í gær, miðvikudaginn 4. mars. MS-félagið fékk þjónustusamning um ráðgjafaþjónustu til eins árs að upphæð kr. 1,2 milljónir.
Lokað til hádegis miðvikudaginn 19. febrúar
Skrifstofa félagsins verður lokuð fyrir hádegi miðvikudaginn 19. febrúar vegna fræðslu starfsmanna. Opnum aftur klukkan 12. Hægt er að senda póst á msfelag@msfelag.is
Styrkur frá Heilbrigðisráðuneytinu
Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra úthlutaði í gær 95 milljónum króna af safnliðum fjárlaga til félagasamtaka sem starfa að heilbrigðismálum, þar á meðal til MS-félags Íslands.
Jólakveðja frá MS-félagi Íslands
MS-félag Íslands óskar félagsmönnum, vinum og velunnurum gleðilegra jóla og farsældar á nýju ári, með bestu þökkum fyrir stuðning og velvilja á árinu sem er að líða.
Skrifstofa MS-félagsins að Sléttuvegi 5 í Reykjavík verður lokuð yfir hátíðarnar, eða frá og með 23. desember til 3. janúar (báðir dagar meðtaldir).
FRÁBÆR JÓLAGJÖF FRÁ ELKO
ELKO styrkir góðgerðarsamtök í aðdraganda jólanna. MS-félagið fékk afhenta afar rausnarlega tækjagjöf í morgun frá fyrirtækinu.
Jólaball MS-félagsins 2019
Árlegt jólaball MS-félagsins verður haldið laugardaginn 7. desember n.k. kl. 14-16 í Safnaðarheimili Grensáskirkju. Aðgangur ókeypis en skráning nauðsynleg.
Ný söluvara: Jóla-/tækifæriskort, dagatal og plaköt
Sala er hafin á jólakorti ársins, sem í ár skartar verkinu Hortensía eftir Pétur Gaut.
Höfum einnig til sölu plaköt eftir tveimur myndum Eddu Heiðrúnar Backman, “Í hásal vinda” og “Húmar að”.
Þá er ótalið borðdagatal fyrir árið 2020, einnig með myndum Eddu Heiðrúnar Backman.
Hjálparhönd Íslandsbanka í MS-húsinu
Vikan hér á Sléttuveginum hefur einkennst af miklu annríki. Þessi tími ársins er einn sá annasamasti hjá okkur því eitt helsta fjáröflunarverkefnið okkar er sala á jólakortum og þeim þarf að pakka í söluumbúðir. Við nutum liðsinnis starfsfólks Íslandsbanka í vikunni.
Umsóknarfrestur í námssjóð
Opið er fyrir umsóknir í styrktarsjóð MS-félagsins, sem styrkir ungt fólk með MS-greiningu til náms. Umsóknir fyrir haustönn 2019 skulu berast fyrir lok september.