Lyfjagreiðslunefnd hefur nú samþykkt leyfisskyldu fyrir Ocrevus (ocrelizumab) og því fer að styttast í að hægt sé að taka lyfið í notkun hér á landi.
Mayzent (siponimod) fær markaðsleyfi í Evrópu
Framkvæmdastjórn ESB hefur veitt markaðsleyfi fyrir lyfið Mayzent (siponimod) sem er ætlað fyrir virka síðkomna versnun MS. Leyfið kemur í kjölfar tilmæla þar að lútandi frá Lyfjastofnun Evrópu.
ECTRIMS 2019: Ocrevus og Blitzima – Sama virkni eða hvað?
MS-lyfið Ocrevus er með markaðsleyfi í Evrópu sem meðferð við MS í köstum og, sem það fyrsta, við stöðugri versnun MS. Það hefur því markaðsleyfi á Íslandi en hefur þó ekki hlotið samþykki Lyfjagreiðslunefndar(4) fyrir greiðsluþátttöku ríkisins.
ECTRIMS 2019: Gagnast Blitzima (MabThera) MS-greindum?
Gagnsemi lyfsins Blitzima / MabThera fyrir MS-greinda var til umræðu á ECTRIMS-ráðstefnunni(1) 11. – 13. september sl. Blitzima / MabThera er hvergi í heiminum markaðssett sem MS-lyf en hefur verið notað sem slíkt á Íslandi síðan 2012.
Bólusetning gegn árlegri inflúensu og lungnabólgu
Einstaklingar með MS á ónæmisbælandi meðferð mega fá flensusprautuna, þar sem hún inniheldur bóluefni sem eru ekki lifandi. Margir sem tilheyra áhættuhópum velja jafnframt að fá bólusetningu gegn pneumókokkum, sem eru bakteríur sem valda m.a. lungnabólgum og fleiri alvarlegum sýkingum.
ECTRIMS 2019: D-vítamín fyrir MS-greinda? (seinni hluti)
Rannsóknir sýna að MS-greindir hafa lægra magn D-vítamíns í blóði samanborið við heilbrigða en D-vítamín er mikilvægt m.a. fyrir starfsemi, uppbyggingu og þroska taugakerfisins.
ECTRIMS 2019: D-vítamín fyrir MS-greinda? (fyrri hluti)
D-vítamín er m.a. mikilvægt fyrir starfsemi, uppbyggingu og þroska taugakerfisins. Margar farandfræðilegar rannsóknir benda til þess að lágt magn D-vítamíns í blóði auki hættuna á að fá MS en minna er vitað um áhrif eða ávinning D-vítamíns fyrir einstaklinga sem þegar eru með sjúkdóminn og þá hvort D-vítamín dragi úr MS-köstum og sjúkdómsframgangi.
ECTRIMS 2019: Nýjar jákvæðar niðurstöður fyrir Mayzent (siponimod), fyrsta lyfið fyrir MS-greinda með síðkomna versnun
Á ECTRIMS 2019 voru kynntar niðurstöður nýrra rannsókna sem sýna fram á frekari gagnsemi Mayzent (siponimod), umfram það sem áður hefur verið sýnt fram á.
Google útilokar auglýsingar frá fyrirtækjum sem selja stofnfrumumeðferðir
Google hefur nú útilokað með öllu auglýsingar á leitarvél sinni frá fyrirtækjum sem selja stofnfrumu-, frumu- og erfðatæknimeðferðir sem enn eru á tilraunastigi.
MS-lyfið Gilenya má ekki nota á meðgöngu
Í fréttatilkynningu evrópsku lyfjastofnunarinnar EMA frá 26. júlí sl. er mælt með því að hvorki þungaðar konur með MS noti Gilenya né þær konur sem ekki nota örugga getnaðarvörn.