Hamingjan í skugga COVID-19

Hugleiðingar um hamingjuna í skugga COVID-19 frá Berglindi Jónu Jensdóttur, sálfræðingi MS-félagsins.

Styrkur frá Velferðarráði Reykjavíkurborgar

Styrkir Velferðarráðs Reykjavíkurborgar til hagsmuna- og félagasamtaka til verkefna á sviði velferðarmála voru afhentir við hátíðlega athöfn á Kjarvalsstöðum í gær, miðvikudaginn 4. mars. MS-félagið fékk þjónustusamning um ráðgjafaþjónustu til eins árs að upphæð kr. 1,2 milljónir.

Lokað vegna veðurs 14. febrúar

Skrifstofan verður lokuð vegna veðurs föstudaginn 14. febrúar en hægt verður að hringja í síma 568 8620 eða senda tölvupóst á msfelag@msfelag.is.

Kórónavírusinn og MS

Frétt uppfærð 6.3.2020. Nýji kórónavírusinn (2019-nCoV) er öndunarfærasjúkdómur sem ekki hefur sést áður hjá mönnum. Þessi nýi stofn kórónavírussins fannst fyrst í Kína í desember 2019 og hefur síðan breiðst út til annarra heimshluta. Frétt uppfærð 6.3.32020

Hjálparhönd Íslandsbanka í MS-húsinu

Vikan hér á Sléttuveginum hefur einkennst af miklu annríki. Þessi tími ársins er einn sá annasamasti hjá okkur því eitt helsta fjáröflunarverkefnið okkar er sala á jólakortum og þeim þarf að pakka í söluumbúðir. Við nutum liðsinnis starfsfólks Íslandsbanka í vikunni.

Bólusetning gegn árlegri inflúensu og lungnabólgu

Einstaklingar með MS á ónæmisbælandi meðferð mega fá flensusprautuna, þar sem hún inniheldur bóluefni sem eru ekki lifandi. Margir sem tilheyra áhættuhópum velja jafnframt að fá bólusetningu gegn pneumókokkum, sem eru bakteríur sem valda m.a. lungnabólgum og fleiri alvarlegum sýkingum.